Villast á vandamálum

Punktar

IceSave er svo lítið mál, að það mælist varla. Hækkun á verði eigna gamla Landsbankans erlendis þurrkar út vandann. Einkum Iceland Foods, sem er nú metið á 370 milljarða í Financial Times. Við þurfum að fá IceSave smámálið úr heiminum til að geta beitt okkur að margfalt stærri vanda, ríkisvæðingu innlendra gjaldþrota. Þjóðin er á fullu við að borga skuldir óreiðumanna. Án þess að vita af því, að því er virðist. Á fullu við að setja óreiðuna á bök barna sinna. Án þess að vita af því, að því er virðist. Skynsamlegra er að slá botninn í IceSave og fara að tala um raunverulegan óreiðuvanda okkar.