Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra skrifar stundum ruglingslegar greinar á blogginu. Ég á erfitt með að skilja, sérstaklega þá, sem hann skrifaði í gær um Eyjuna. Mér skildist þar, að hann bæri ekki til baka þá frétt Eyjarinnar, að hann segði nei við IceSave. Það fannst mér trúanlegt, því hann er naskur á lýðskrumið. Síðan hafa ýmsir bloggarar reynt að túlka grein Ögmundar og fengið sitt á hvað úr henni. Ögmundur gerir sjálfur tilraun til að útskýra sig í blogginu í dag. Ég fæ samt ekki annað úr greininni en að hann elski Steingrím J. og vilji sjálfur ekki verða formaður. Guð forði okkur frá því.