Fleiri eru heimskir en við

Punktar

Íslendingar byggðu heilu íbúðahverfin á snjóflóðasvæðum. Minni fólks náði ekki aftur til síðasta snjóflóðs. Við erum ekki ein um þessa heimsku. Um allan heim neitar fólk að horfast í augu við sögu jarðskjálfta, eldgosa og stórflóða. Heldur áfram að haga sér eins og ekkert hafi í skorizt. Skynsemi ætti þó að segja fólki, að slíkir hlutir endurtaka sig. Jafnvel reglulega. Er þá nokkur von til að fólk spái í framtíðina, þegar nýr og áður óþekktur vandi blasir við? Breytingar á andrúmsloftinu og hafinu boða okkur válega framtíð. Samt er nánast ekkert gert til að stemma stigu við breytingunum.