Hagfræði bræðraflokka

Punktar

Hagfræði repúblikana í Bandaríkjunum er áhugaverð, því að hún endurspeglast í hagfræði Sjálfstæðisflokksins. Vestra ríkir sama gamla galdrahagfræðin, sem segir, að lækkun skatta auki skatta. Samt sannaðist á valdatíma George W. Bush, að svo er ekki. Hagfræði Sjálfstæðisflokksins snýst enn um, að meiri skatttekjur fáist af lægri sköttum. Vestra segja menn líka, að minnka beri eftirlit með atvinnulífi og fjármálum. Það hefur fengið dramatískan dóm hér á landi. Allt fjármálakerfi þjóðarinnar hrundi vegna skorts á eftirliti Davíðs og félaga. Sjálfstæðisflokkurinn og flokkur repúblikana eru bræður.