Af ýmsum ástæðum merkjum við hjónin ekki húsið okkar. Samt höfum við alltaf fengið póst og ekki fengið póst annarra. En ég hef tekið eftir, að þetta er allt ruslpóstur. Vinir okkar hafa samband í síma eða á neti. Pósturinn hótar nú að hætta að bera út póst, ef húsið er ekki merkt ábúendum. Fengum í dag skrítið bréf um þetta. Ég held þetta sé fínt. Ruslpósturinn kemur þá ekki, heldur hleðst upp hjá póstinum. Því ætla ég ekki að merkja húsið, bara leyfa póstinum að hætta útburði á ruslpósti. Hryggir bara þá, sem borga fyrir ruslpóstinn. Þeir geta þá kvartað við Póstinn. Hótun hans er bara loforð.