Eðlileg afskipti af Landsvirkjun

Punktar

Eðlilegt er, að ráðamenn þjóðarinnar vilji hafa afskipti af Landsvirkjun. Ríkið er eigandi og veitir þar á ofan ríkisábyrgðir, sem eru ríkinu ofviða. Slíkar ábyrgðir ættu að falla niður. Landsvirkjun ber að borga fyrir eldri ábyrgðir eins og hverja aðra veitta þjónustu. Ríkið hefur sem eigandi engan arð af Landsvirkjun, því að fyrirtækið niðurgreiðir orku til álvera. Verð á orku til álvera er út úr kú hér á landi. Landsvirkjun þarf að bæta stöðu sína með auknum greiðslum álvera, en ekki með auknum álögum á almenning. Meðan Landsvirkjun siðvæðist ekki þarf pólitíkin að hafa afskipti af henni.