Það eru ekki þjóðmál, sem halda dagblöðum uppi. Í dag fjalla vinsælustu greinarnar á vef New York Times um heilsu. Í efsta sæti er grein um svefn. Þar var skýrt frá rannsóknum. Þær sýna, að þeir, sem sofa lítið á nóttunni, eru hálfsofandi að degi til. Í öðru sæti er grein um setur. Þar var skýrt frá rannsóknum. Þær sýna, að mataræði og heilsurækt halda ekki vigtinni í skefjum, ef menn sitja lon og don. Í þriðja sæti er grein um sykur, sem ég hef áður sagt ykkur frá. Hún var búin að vera lengi í fyrsta sæti. Hún segir frá rannsóknum eins og hinar. Þær sýna, að sykur er lífshættulegt eitur.