Í nokkur ár hefur samþætting fjölmiðla verið kennd í blaðamennskunámi í Bandaríkjunum. Markmiðið er að útskrifa fólk, sem getur tekið til hendinni á fjölbreyttu sviði. Kann að meðhöndla kvikmyndavélar, myndavélar, hjóðtækni og klippingar. Kann að koma fram í sjónvarpi og að tala í útvarp og skrifa texta fyrir pappír. Þótt þessi samþætting sé ný í kennslubókum, er hún orðin úrelt. Menn verða líka að kunna á veraldarvefinn og nýjasta hugbúnað hans hverju sinni, ef þeir vilja verða blaðamenn. Hvort sem þeir hafa í hyggju að starfa á grónum fjölmiðlasamsteypum eða brjótast fram með eigin fjölmiðla.