Þjóðareign á kvóta frestað enn

Punktar

Ríkisstjórnin á erfitt með efna loforð sitt um þjóðareign á kvóta. Er farin að hugsa um að fresta framkvæmd enn einu sinni. Samþykkja bráðabirgðakerfi í vor, en ýta höfuðatriðunum undan sér. Ástæður eru ýmsar. Í fyrsta lagi er ekki eining hjá Vinstri grænum um fyrningu kvótans. Þar eru ýmsir hallir undir hagsmuni kvótagreifa. Í öðru lagi er vörn kvótagreifanna mjög hörð og skilur víða eftir sviðna jörð. Bezt má sjá það af frestun þess, að fólki fái langþráða kauphækkun. Samtök atvinnulífsins tóku launþega í gíslingu fyrir kvótagreifana. Jóhanna hyggst berjast áfram, en vinstra baklandið er veikt.