Galdrakarlinn í Oz er kominn

Punktar

Ég hef efasemdir um aðkomu galdrakarlsins í Oz að MP-banka. Skúli Mogensen sýndi hæfni í sjónhverfingum, þegar hann stýrði útrásarævintýrinu Oz. Aldrei tókst neitt af því, sem fyrirtækið ætlaði sér. Og árlega urðu markmið þess önnur og ný, en hin eldri gleymdust. Landsbanki Davíðs og Bjögganna varð fyrir miklum búsifjum af hans völdum. Þær búsifjar lentu síðan á þjóðinni. Nú er galdrakarlinn í Oz kominn heim aftur og senn má vænta sjónhverfinga í MP-banka. Þar er byrjað að lofa 15-20% arðsemi í stíl við árið 2007. Þjóðin er einstaklega trúgjörn og hefur sérstætt gullfiskaminni á bitra fortíð.