Minnisvarði ríkisstjórnarinnar er að hafa stofnað ritskoðun fjölmiðla og hert skjalaleynd stjórnvalda. Að baki er sú árátta margra vinstri manna að telja ríkiskontóra bezt fallna til að stjórna. Sjáum þess merki í fjölmennum stofnunum, sem gera fátt nema flækjast fyrir. Senn fá fjölmiðlar áminningar um skort á fylgni við félagslegan rétttrúnað hvers tíma. Í dag vegna ónógs jafnréttis kynjanna, á morgun vegna skrípamyndar af Múhameð spámanni, þriðja daginn vegna samanburðar á Jóhönnu og Hitler. Og þessir ríkiskontórar geta þar á ofan lagzt í enn meiri spillingu í skjóli aukinnar skjalaleyndar.