Máttur hótunar byggist á, að hún sé ekki framkvæmd. Aflið felst í að hindra. Sé hótun framkvæmd, hindrar hún ekki lengur. Þetta kom vel fram í brottför nokkurra þingmanna Vinstri grænna. Höfðu vægi, er þeir voru óþægir á jaðri uppreisnar. Þegar þeir framkvæmdu hótunina, hættu þeir að vera hótun og hurfu úr sviðsljósinu. Hver man nú eftir Atla? Enn muna sumir eftir Ásmundi, en eftir mánuð verður hann gleymdur. Sama gildir um Samtök atvinnulífsins. Þau voru sterk, þegar þau hótuðu að skrifa ekki undir án samkomulags um óbreyttan kvóta. Svo framkvæmdu þau hótunina og við það varð hún marklaus.