Guardian og New York Times birtu í morgun leyniskjöl um Guantanamo. Tugir manna voru fangelsaðir án dóms og laga út á tilviljanir við handtöku í Afganistan. Voru á röngum stað á röngum tíma. Bandaríska kerfið tekur engum sönsum. Fimmtán ára drengur var handtekinn, er búinn að sitja í Guantanamo í níu ár og er þar enn. Einn var 89 ára, þegar hann var handtekinn. Pyndingar eru notaðar að bandarískum ósið. Merkilegust af öllu er linnulaus erkilygi bandaríska stjórnvalda um fangelsið og vinnubrögðin þar. Ofbeldishneigð Bandaríkjanna á sér engan líka. Það er siðferðilega ónýtt og glatað ríki.