Ætla að velta vöngum

Punktar

Risaeðlan hefur rumskað. Gylfi Arnbjörnsson segir, að hirð hans þurfi nú að koma saman og hugleiða, hvað gera skuli. Verkalýðsrekendur hans eru semsagt enn ekki byrjaðir að hugleiða, en eru farnir að klóra sér og geispa. Höfðu alla páskana til að nudda stírurnar úr augunum. Viðsemjendur þeirra neituðu að semja, nema kvótagreifar yrðu verndaðir. Kjarasamningar höfðu staðið í hálft ár og voru tilbúnir til undirskriftar, þegar kvótagreifarnir sögðu stopp. Gylfi segist núna þurfa að rjúfa kyrrstöðuna. Þegar hann er búinn að fá sér kaffi? Hann talar um úrræði. Á íslenzku þýðir það að boða verkfall.