Leifsstöð: Skrípó einkavæðing

Punktar

Enn eitt dæmið um geðbilaða einkavæðingu að hætti Davíðs og Hannesar er Icepark á Keflavíkurvelli. Virðist vera án eftirlits og taumlaust í græðgi sinni. Hækkaði nýlega gjald á hvern bíl á langtímastæði við Leifsstöð um allt að helming. Fjölmiðlar upplýsa ekki, hvaða apparat á að hemja græðgi einokunarinnar. En sú stofnun hefur greinilega sofið á verðinum. Eins og nánast allar aðrar eftirlitsstofnanir okkar. Samanber Umhverfisstofnun og Fjármálaeftirlitið. Í alvöruríki væri Icepark svipt einokun sinni og forstöðumaður viðkomandi eftirlitsstofnunar sviptur embætti. En við búum því miður í skrípó ríki.