Fjármálaeftirlitið berst um á hæl og hnakka við að stöðva upplýsingar um hæfi forstjórans. Gunnar Þ. Andersen rekur eftirlitið að hætti bankabófa ársins 2007. Hann og stofnunin fela sig að baki útúrsnúninga á lagakrókum til að upplýsa ekki um nöfn, sem koma að málinu. Vegna þessarar leyndar er ekki hægt að ákveða, hvort Gunnar hafi brotið af sér. Það er líka einmitt tilgangur leyndarinnar. Þetta er bezta dæmið um, að bankaleynd er úrelt fyrirbæri. Bankaleynd stendur beinlínis í vegi siðvæðingar íslenzkra banka og fjármálaeftirlits. Enn er ekki ljóst, hvort bófinn kemst upp með þetta.