Vilja hækka skatta

Punktar

Samtök atvinnulífsins vilja hækka skatta. Vilhjálmur Egilsson vill útvega fé til vegaframkvæmda með því að hækka skatta. Undir því yfirskyni, að verið sé að breyta benzíngjaldi í veggjald. Við það eitt myndast engir peningar, heldur verður veggjaldið að vera hærra en lækkun benzíngjalds. Vilhjálmur telur, að Íslendingar séu svo vitlausir, að þeir fatti þetta ekki. Líklega er það rétt hjá honum. Þar fyrir utan er óráð að breyta sjálfvirkum skatti í skatt, sem innheimta þarf sérstaklega. Í veggjaldi er rukkunarkostnaður, en ekki í benzíngjaldi. Atvinnuleið Vilhjálms snýst um óhagkvæma skattahækkun.