Flestu hefur verið snúið á hvolf, sem okkur var einu sinni kennt um hægri og vinstri í pólitík. Fjármálaráðherra vinstri manna gengur fram fyrir skjöldu til að gæta hagsmuna fjármagnseigenda. Formaður hægri manna gengur fram fyrir skjöldu til að heimta meiri ríkisafskipti. Líf forustumanna Samtaka atvinnulífsins snýst um að fá ríkið til að hefja rándýrar framkvæmdir. Vilhjálmur Egilsson er orðinn svo ruglaður, að hann biður um veggjald. Sjálfstæðisflokkurinn telur, að ríkisstjórnin eigi að útvega mönnum vinnu á Suðurnesjum. Hægra pilsfalda-gengið hefur alveg gefizt upp á einkaframtaki.