Vegna kynna minna af þingmönnum gegnum tíðina, hef ég ræktað með mér fordóma um meinta heimsku Vestmannaeyinga. Fordómarnir mögnuðust, þegar ég horfði á þátt, sem átti að leysa Spaugstofuna af hólmi í sjónvarpinu. Þar komu fram helztu gáfumenn eyjanna og þóttust vera fyndnir. Minnti mig á ársrit, sem kom út um miðja síðustu öld og hét: Íslenzk fyndni. Nú kemur Páll Scheving, formaður þjóðhátíðarnefndar. Heldur fram, að viðvera Stígamótakvenna á útihátíðum leiði til aukinna nauðgana. Ég geri mér grein fyrir, að ekki er um auðugan garð að gresja í Eyjum. En er ekki Páll einum of mikill ruglari?