Teboðið og Davíðskan

Punktar

Barack Obama getur ekki sannfært teboðshreyfinguna um, að hann sé fæddur sem ríkisborgari. Hann mun ekki sannfæra hana um, að Osama bin Laden sé dauður. Sönnunargögn skipta engu máli. Teboðshreyfingin lifir í eigin heimi, þar sem raunveruleikinn fær hvergi aðgang. Þar í landi geta vitfirringar á borð við Sarah Palin og Donald Trump orðið forsetaefni. Fyrr eða síðar verður einhver slíkur að forseta. Þjóðin er svo óendanlega heimsk. Við getum samt ekki glott úr fjarlægð. Við höfum okkar eigin draumaheima. Þar er Davíð Oddsson hreinn sem engill, hinn mikli alsjáandi. Þjóðarfaðir, sem varaði við hruni.