Skattgreiðendur reka Moggann

Fjölmiðlun

Morgunblaðið tapar tæpum milljarði á ári. Því hafa hluthafar spýtt hundrað milljónum í málgagn hrunstjórans. Hvaðan koma hinar 900 milljónirnar? Svarið er auglýst. Það er Landsbankinn, sem heldur hátalara kvótagreifa á floti. Ríkið á Landsbankann og lætur skattgreiðendur leggja honum til, sem hann þarf. Þess vegna er rekstur Moggans að mestu leyti á kostnað skattgreiðenda og sumpart á kostnað velferðar. Yfirbófar Landsbankans geta þetta í skjóli illrar bankaleyndar. Væri hér alvöru gegnsætt þjóðfélag, væri bankastjórinn brottrekinn og búið að slá Moggann af. Skattgreiðendum til mikils léttis.