Róttækir klerkar víkja

Punktar

Þjóðum múslima dugar ekki að andmæla nútímanum og leita skjóls í róttækum trúarkenningum. Ekki frekar en kristnum þjóðum dugar að leita huggunar hjá ofsaklerkum sértrúarsafnaða. Mótmæli og uppreisnir í löndum múslima eru vestræns eðlis. Fólkið í borgunum heimar mat og réttlæti. Þannig var það í Egyptalandi og þannig er það í Sýrlandi. Líbýa er meira sér á parti vegna mikilvægis ættbálka. Tyrkland er gott dæmi um tilraun til að sætta íslam og nútímann. Egyptaland getur orðið annað slíkt. Múslimar eru að átta sig á, að róttækir ofsatrúarklerkar varða ekki þann veg, sem almenningur vill feta.