Þjóðin á sér mörg deilumál, en er sammála um annað. Hún vill þjóðareign á kvóta og þjóðareign á öðrum auðlindum. Ekki endilega ríkiseign, en hreint skilgreinda þjóðareign, sem ekki er hægt að selja eða veðsetja. Hún vill fyrna núverandi kvóta. Hún vill skipta kvótanum niður á byggðir og bjóða rekstur út til hæstbjóðanda. Vill arð af auðlindum sínum, eins og Norðmenn hafa arð af olíunni. Vill arð af sjávarútvegi og orkuverum. Þjóðin vænti þess, að ríkisstjórnin mundi ýta þessum vilja í framkvæmd. En Jón Bjarnason sveik, fór að semja við hagsmunaaðila og missti málið í hendur kvótagreifa.