Eftir áratuga misþyrmingar fyrri Þingvallanefnda á helgidómi þjóðarinnar er núverandi nefnd loksins orðin starfhæf. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Ragnheiður Elín Árnadóttir neita að starfa þar nema Þráinn Bertelsson biðji þær afsökunar. Allar nefndir verða starfhæfari við að hrunverjar neiti að starfa. Þáttur Sjálfstæðisflokksins í Þingvallanefnd hefur um áratugi verið til stórrar skammar. Þar þreifst alls konar spilling, úthlutun lóða til gæludýra flokksins og stórframkvæmdir í skjóli eftirlitsleysis. Vonandi verður þess langt að bíða, að Þorgerður og Ragnheiður sýni sig þar aftur.