Í þúsund ár blómstraði lýðveldi Feneyinga, eitt af stórveldum Evrópu, unz Napóleon valtaði yfir álfuna. Í borginni var hertogi, kjörinn í flókinni kosningu, sem hindraði mútur. Hann var sameiningartákn borgarinnar, hafinn yfir ágreining og voru um það flóknar reglur. Þannig ríktu alls 120 hertogar í borginni. Einn stóð ekki undir væntingum, Marino Falier, sem ríkti árin 1354-1355. Eins og Ólafur Ragnar túlkaði hann lög og reglur sér í hag með hallarbyltingu. Feneyingar afgreiddu hann skjótt að þeirra tíma hætti. Í röð 120 mynda af hertogunum í Palazzo Ducale er eitt málverkið af svörtu laki.