Óráðlegt er að skammta, betra er að skattleggja. Skömmtun þekkjum við frá Eysteini og eftirstríðsárunum. Innvígðir og innmúraðir sleppa alltaf hjá skömmtuninni og hún pirrar almenning rosalega. En skömmtun ferðagjaldeyris er nokkuð, sem eysteinskum Má Guðmundssyni í Seðlabankanum dettur fyrst í hug. Nær er að skattleggja farseðla og einkaflug til útlanda. Reyna þannig að fæla fólk frá ferðum til útlanda og minnka tilheyrandi gjaldeyrissóun. Alveg eins og ríkið skammtar ekki benzín, heldur skattleggur það meira, svo að fólk fari að draga úr óþörfum akstri. Ekki skammta, heldur skattleggja.