Hefðbundið er í vestrænum fjölmiðlum, að sambandslaust sé milli ritstjórnar og auglýsinga. Frægastur var skilnaðurinn á Chicago Tribune. Þar hafði Bob R. McCormick útgefandi eina lyftu fyrir ritstjórn og aðra fyrir auglýsingar, svo að starfsfólkið hittist ekki. Alla mína áratugi sem ritstjóri tíðkaðist ekki að taka greiðslu fyrir efni. Nú hefur Fréttablaðið tekið upp þann ósið. Ólafur Stephensen ritstjóri afsakar það með, að aukablaðið Veiði sé ekki undir haus blaðsins, heldur 365-útgáfunnar og merkt: Kynning. Léleg er sú afsökun. Og langt er siðferðisbilið milli Ara Edwald og Robert R. McCormick.