Ósjálfstæður Ögmundur

Punktar

Undarleg eru kerfisviðbrögð við óskum um rannsókn á samskiptum löggunnar við Mark Kennedy, útsendara brezku löggunnar. Til er mynd af handtökunni, þegar löggan á Austfjörðum ofsótti mótmælendur við Kárahnjúka. Samt kannast hún ekkert við handtekna manninn. Skrítnastur er þáttur Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra, sem trúir bulli ríkislögreglustjóra. Ögmundur felur sig að baki trúnaðar við Bretland. Honum ber að kalla í brezka sendiherrann og biðja hann að afla upplýsinga um málið. Önnur og sjálfstæðari ríki, þar sem Kennedy lék lausum hala, hafa tekið af festu á málum. Hvað er að Ögmundi?