Franskir kratar afhjúpaðir

Punktar

Dominique Strauss-Kahn er Frakklandi til hneisu. Einkum frönskum fjölmiðlum og frönskum krötum. Hefur lengi hagað sér eins og naut í flagi í skjóli þagnarsamsæris franskra fjölmiðla. Þeir þurfa nú að skoða sinn gang. Eftir uppákomuna í New York ruku franskir kratar í vörnina. Þeir eru afhjúpaðir sem yfirstéttarflokkur, er fyrirlítur pupulinn. Til mestrar skammar varð annar yfirstéttarkrati, heimspekingurinn Bernard-Henri Lévy. Hann skellir skuldinni á konur, sem hafa kvartað undan lénsherranum. Of lengi hefur gömul stéttaskipting loðað við Frakkland, fjölmiðla landsins og stjórnmálaflokka.