Óforsvaranleg sérréttindi

Punktar

Fjármálaeftirlitið vill að iðgjöld sjóðfélaga í Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins verði hækkuð til samræmis við skyldur sjóðsins. Eðlileg krafa, því að slíkir sjóðir eiga að standa undir sér. Lífeyrissjóðir á frjálsum markaði hafa rýrt réttindi sjóðfélaga vegna hrunsins. Ekki er hægt að ætlast til, að almenningur taki hvort tveggja á sig, eigin tjón og tjón ríkisstarfsmanna. Sjóður þeirra tapaði 50 milljörðum króna í fyrra og slíkt gengur alls ekki. Fjármálaeftirlitið vill, að greiðslur til sjóðsins hækki úr 15,5% í 19.5%. Það er 4% hækkun. Lífeyris-sérréttindi ríkisstarfsmanna eru óforsvaranleg.