Íslenzkir vildarkokkar hafa fengið verðlaun í útlöndum. Halda þess vegna, að þeir séu góðir fagmenn. Samt kunna fæstir þeirra að elda fisk, svo að ekki sé meira sagt. Íslenzkt eldhús einkennist af tvennu, froðu og salti. Þeir búa til margvíslega litar froður og kalla mat. Hentar sú fæða þó fyrst og fremst þeim, sem hafa misst tennurnar og þurfa að borða með gómunum. Þeir moka salti í allan mat, þannig að hreina saltbragðið fer í gegn. Kannski stafar þetta af dálæti Íslendinga á saltkjöti og saltfiski. Kokkarnir magna þessa vitleysu. Eins og Mjólkursamsalan hefur vanið þjóðina á sykurát.