Humarskipið var til skamms tíma ljótasta mannvirki Reykjavíkur. Smíðað í áföngum á skakk og skjön. Nú er það flutt upp á Akranes. Þar elskar fólk allt, sem skapar atvinnu. Fyrst var það peningalyktin úr bræðslunni, síðan sementsrykið frá alkalíinu og nú er það sjálft Humarskipið. Hús Bjarkar við Ægissíðu erfir hlutverkið sem ljótasta mannvirki Reykjavíkur. Augnstungin og svört bygging. Auglýsing fyrir þá skoðun, að félagslegur rétttrúnaður megi með bönnum hafa vit fyrir fólki. Björk hefur vit á músík og stórvirkjunum. Ekki er hægt að ætlast til, að hún hafi líka vita á kjólum eða arkitektúr.