Óburðugt stjórnlagaráð

Punktar

Langvinnar setur Dominique Strauss-Kahn við kjötkatlana sýna, hversu vond er leyndarhyggjan. Í skjóli leyndar gat hann haldið uppteknum hætti um áratugi. Blaðamenn vildu ekki eða gátu ekki komið upp um hann af ótta við málaferli vegna skerðingar einkalífs. Við sjáum líka, hvernig íslenzk leyndarhyggja tefldi þjóðinni út í hrun. Í skjóli bankaleyndar gátu bófar framið landráð í bönkunum. Því miður bendir ekkert til, að stjórnlagaráð hafi burði til að taka á bankaleyndinni og annarri leyndarhyggju í fjármálum. Þess vegna mun ekkert breytast hér. Þess vegna eru við þegar byrjuð að safna í annað hrun.