Ævinlega ósammála Ögmundi

Punktar

Velti fyrir mér, af hverju ég er ætíð ósammála orðum Ögmundar Jónassonar sem ráðherra. Hann er illskárri utan ráðherrastóls. Skil til dæmis ekki stefnu hans í málum útlendinga, þjóðaratkvæðis um Evrópu, skóflustungna og mati á þingmönnum. Er að hallast að því, að Ögmundur sé tækifærissinni og ekkert annað. Hann geti ekki tekið faglegar ákvarðanir, ef þær eru þungbærar. Hann telji stjórnina svo gott sem dauða og sé að staðsetja sig í framhaldinu. Annað hvort innan Vinstri grænna, ef Steingrímur verður nógu óvinsæll, eða hjá nýju afli. Mest hrósar hann þeim þingmönnum, sem latastir eru til verka.