Hindrar lausn fangelsismála

Punktar

369 menn bíða eftir plássi í fangelsum. Biðlistinn hefur margfaldazt á fáum árum. Samt er skriða fjárglæframanna ekki hafin enn. Refsingar munu fljótt byrja að fyrnast. Þetta stafar af, að Páll Winkel fangelsismálastjóri neitar að nýta vinnubúðirnar á Reyðarfirði sem fangelsi. Eru þær þó búnar ýmsum þægindum fyrir verkamenn, sem voru fjarri heimilum við byggingu álvers. Ekkert vantar nema girðingu og góðar læsingar. Hentar þeim, sem ekki eru hættulegir umhverfinu. Páll segir þetta ekki boðlegt sakamönnum. Gott dæmi um heimskan þvergirðing, sem neitar að sjá ljósið og hindrar lausn mála.