Baráttutæki sérhagsmuna

Punktar

Sjálfstæðisflokkurinn er baráttutæki sérhagsmuna gegn almannahagsmunum. Þar eru valdamestir kvótagreifar, sem hafa kverkatak á útgerð og fiskvinnslu. Flytja atvinnu frá einu sjávarplássi til annars og leggja Vestfirði í eyði. Halda 90% af þjóðararði sjávarútvegs fyrir sig. Sjálfstæðisflokkurinn snýst að mestu leyti um forréttindi kvótagreifa. Í öðru lagi gætir Flokkurinn hagsmuna stórfyrirtækja, sem hafa samráð um að einoka markaðinn. Sú kúgun hefur staðið um áratugi. Að kjósa þennan flokk sérhagsmuna er hrein heimska kjósenda og svik þeirra við þjóðina. Kjósendur hans eru þorpsfíflin okkar.