Úr skelfilega bandalaginu

Punktar

Viðhorf mitt til Atlantshafsbandalagsins snöggbreyttist við lestur bókarinnar The Kosovo News & Propaganda War. Bókin var gefin út af Alþjóðasambandi ritstjóra, skrifuð af vestrænum ritstjórum og stríðsfréttariturum þeirra. Hún sýndi svart á hvítu, að bandalagið gat aðeins eitt, logið þindarlaust að borgurum aðildarríkjanna. Síðan hef ég ekki getað séð það í fyrra ljósi. Og síðan hefur það fært starfsvettvang sinn frá Evrópu til Langtburtistan. Alls staðar tapar það sínum styrjöldum, mest í Afganistan. Nú er komin tillaga á Alþingi um úrsögn úr þessu skelfilega bandalagi. Góð og tímabær tillaga.