Við sjáum ljósið

Punktar

Ísland er betur statt en Írland. Við skuldum að vísu sama á hvern íbúa og Írar gera, 2.700 dollara á mann. Ég miða þá við, að gjaldþrot gömlu bankanna verði afskrifað. Við höfum betri möguleika á að vinna okkur út úr vandanum. Mánuð eftir mánuð hefur vöruskiptajöfnuður okkar verið jákvæður um tíu milljarða á mánuði. Það þýðir, að við ráðum við vexti af skuldum og borgum niður skuldir. Írum tekst það ekki með sama hætti og enn ólíklegra er, að Grikkjum takist það. Við erum búin að skrapa botninn og héðan í frá liggur leiðin eingöngu upp á við. Við sjáum ljósið, en þeir sjá það ekki ennþá.