Vel hefur tekizt að takmarka tjón ríkisins og skattborgaranna af endurreisn bankanna. Kostnaður er hundruðum milljarða króna lægri en áður var áætlað. Fullyrðingar Bjarna Benediktssonar og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar um hið gagnstæða eru lítils virði. Þeir eru bara í sinni sjálfvirku og grátbólgnu stjórnarandstöðu, sem við þekkjum alltof vel. Ég les skýrslu Seðlabankans um þetta efni sem staðfestingu á, að vel hafi til tekizt. Hins vegar hefur mun miður tekizt með innihaldið. Í skjóli bankaleyndar er bönkunum stjórnað af hættulegum bófum. Og yfirstétt bankanna er að mestu skipuð siðblindingjum.