Ég er löngu hættur að skilja þjónustu ríkissjónvarpsins við kvótagreifana. Fréttatíma eftir fréttatíma lepja fulltrúar þess upp þvæluna úr greifunum, án þess að spyrja mikilvægra spurninga. Sjaldan heyri ég þar sjónarmið, sem efast um fullyrðingar greifanna. Þeir nota hugtakarugling og komast upp með það. Setja samasemmerki milli sjálfra sín og sjávarútvegs. Ætti þó öllum að vera ljóst, að sjávarútvegur heldur áfram, þótt greifunum sé kippt burt. Jafnmikið verður veitt af fiski og áður og jafnmargir hafa vinnu og áður. En meira jafnvægi verður milli sjávarplássa. Ríkissjónvarpið er í hafvillum.