Ég treysti stjórnlagaráði. Raunar treysti ég engri annarri stofnun, nema kannski Stjörnuskoðunarfélagi Seltjarnarness. Er ég treysti stjórnlagaráði, þýðir það ekki, að ég sé í öllum atriðum sammála. Mér sýnist ráðið lenda í vandræðum með ýmis lykilatriði. Endanlegt álit mitt mun byggjast á, hvernig ráðið höndlar þau atriði. Ef við fáum tækifæri til að kjósa milli nokkurra atriða í stjórnarskránni, er ég sáttur. Kjósa um eitt kjördæmi fyrir allt landið. Um þjóðareign á kvóta og bann við veðsetningu kvóta. Um þjóðkirkju og um afnám leyndarstefnu. Heitum deiluefnum á ráðið svo að vísa til þjóðarinnar.