Lyfjarisarnir eru öðrum þræði glæpahringir. Múta læknum til að ávísa dýrum lyfjum. Mútuðu jafnvel læknum Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar til að mæla með sprautum gegn meinlítilli svínaflensu. Hér múta risarnir læknum að minnsta kosti með utanferðum, matarboðum, hótelgistingum, heilum ráðstefnum, jafnvel fleiru. Ekki veit ég, hvort tvöhundruðþúsund skammtar af rítalíni hjá einum lækni eru innan þessa kerfis. En ég veit, að rítalín hefur rutt e-töflum og amfetamíni til hliðar. Að læknadóp hefur rutt ólöglegu dópi til hliðar. Rítalín-fíknin er orðin að faraldri og við því þarf að bregðast.