Guðni á Saga Class

Punktar

Hrunverjinn Guðni Ágústsson segir Ísland vera flott á Saga Class á Evrópska efnahagssvæðinu og ekki þurfa aðild að Evrópusambandinu. Rétt er, að við höfum grætt ofsalega á efnahagssvæðinu. En gróðinn felst einmitt í, að við höfum þindarlaust verið að laga okkur að sambandinu. Án þess að hafa nokkuð um málið að segja. Þúsundir tilskipana frá Bruxelles þýddar í bunu. Sem betur fer, annars hefðu íslenzkir hagsmunaaðilar brugðið fæti fyrir aðlögun. Við erum komin með 80% af nauðsynlegri aðlögun að pólitískri siðmenningu Evrópu. Þjóðrembingar eins og Guðni fárast yfir þeim 20%, sem eftir eru.