Fréttir mæta afgangi

Fjölmiðlun

Stundum velti ég fyrir mér, hvaða tilgangi þjóni að reka hér ríkisútvarp og ríkissjónvarp á kostnað skattgreiðenda. Einkareknar stöðvar ættu að geta veitt þjónustu á flestum sviðum. Auðvelt er að reka íþróttastöðvar á kostnað notenda. Eina afsökun ríkisrekstrar er að koma öryggisfréttum á framfæri, svo sem veðri, jarðskjálftum og eldgosum. Hugsanlega líka almennum fréttum, ef einkafjölmiðlar eru hagsmunatengdir. En ég skil alls ekki, hvers vegna fréttatímar Ríkisútvarpsins eru látnir víkja fyrir boltaleikjum. Steininn tekur út, þegar fréttir víkja fyrir fótboltaleik milli Danmerkur og Sviss.