Gögn um föður Framsóknar

Punktar

Ýmis gögn um föður Framsóknar hafa birzt á vefnum. Endurbirtar fréttir frá 1995, þegar Gunnlaugur M. Sigmundsson var að sölsa undir sig Kögun. Einkum eru það fréttir Helgarpóstsins og svo yfirlitsgrein Agnesar Bragadóttur í Morgunblaðinu þremur árum síðar. Þær sýna ljóst, hvernig þingmaðurinn notaði innherja-aðstöðu sína til að klófesta einokun í samskiptum ríkisvaldsins við varnarliðið. Gunnlaugur sýndi þar mikla hæfni í að ota eigin tota. Honum tókst það svo í annað skipti fyrir tveimur árum, þegar hann notaði brot af auði sínum til að troða syni sínum í hlutverk formanns Framsóknarflokksins.