Biskupinn tók Haarde á konurnar. Biðst afsökunar, ef ef ef hann hefur gert eitthvað rangt. Vill læra af mistökunum og horfa fram á veginn. Axlar enga ábyrgð, bíður af sér storminn. Sannleiksskýrslan veldur bara “tímabundnum erfiðleikum”. Eftir hálft ár verða prófastar farnir að tala um biskupinn sem ofsóttan dýrling. Karl Sigurbjörnsson hafi í rauninni ekkert gert af sér, ekki frekar en Geir H. Haarde. Þetta er Ísland í dag. Niðurstaða kirkjuþings er, að ekkert gerist í siðferðismálum þjóðkirkjunnar. Flóttinn úr kirkjunni heldur bara áfram. Enda er biskupinn kannski enginn teflon-húðaður Haarde.