Yfirmaður brezka flotans segir, að stríðið gegn Gaddafi stöðvist í haust út af fjárskorti. Mark Stanhope telur, að þá verði ríkisstjórnir Vesturlanda að veita auknum fjármunum, sem ekki liggja á lausu. Eftir þriggja mánaða árásir er Gaddafi enn við völd og teflir skák við erlenda þjóðhöfðingja. Sé markmið stríðsins að koma honum frá, eru horfur á, að Vesturveldin tapi stríðinu. Sé markmiðið eitthvað annað, væri gott að vita, hvert það er. Annars lekur stríðið út í sandinn eins og stríðið í Afganistan. Vesturveldin geta ekki lengur unnið stríð. Svo er verið að tala um nýtt stríð við Assad í Sýrlandi!