Lög og reglur á Íslandi eru að mestu í samræmi við lög og reglur í Evrópu. Samningaviðræður um aðild að Evrópusambandinu hafa leitt það í ljós. 21 af 33 köflum viðræðnanna eru frá, en tólf kaflar eru enn opnir. Þar á meðal eru sjávarútvegur og landbúnaður. Á vegum Evrópska efnahagssvæðisins höfum við tekið upp lög og reglur Evrópusambandsins. Það var aðgöngumiði landsins að evrópskum markaði. Aðgöngumiði sjávarútvegs og landbúnaðar, þótt það sé ekki núna metið til fjár. Við erum líka í Schengen, sem gerir Íslendingum kleift að ferðast óhindrað. Gerir okkur kleift í neyð að fá okkur vinnu í Evrópu.