Davíðshrun Seðlabankans nam 830 milljörðum. Mestan hlutann gaf Davíð Oddsson bönkunum eftir að hann segist hafa varað Geir við yfirvofandi gjaldþroti þeirra. Tjónið af völdum Davíðs í Seðlabankanum er meirihlutinn af þúsund milljarða tjóni okkar af bankahruninu. Mest af öðru tjóni þess, sjöþúsund milljarðar, lenti á erlendum bönkum, ekki á þjóðinni. Þannig snýst hrunið að mestu leyti um Davíð Oddsson, þótt Björgólfur Thor og Jón Ásgeir og ýmsir fleiri komi þar einnig við sögu. Samt er Davíð enn að rífa kjaft. Í skjóli þess, að 10% kjósenda trúa enn á gerræði og fúsk hins goðumlíka leiðtoga.