Með aðgerðaleysi átti Geir Haarde þátt í hruninu. Vissi, hvað steðjaði að, en gerði ekkert að gagni. Sennilega verkkvíðinn. Lét Davíð stjórna ferðinni, þannig að stýrikerfið var fúsk og gerræði. Þegar bankarnir hrundu svo í einu vetfangi, gat Geir ekki tekið erlendar skuldir þeirra á ríkið. Hann átti þá raunar ekki að taka neinar skuldir bankanna á ríkið. Nema lágmarksupphæðina. En hann kaus að taka allar innlendar inneignir á ríkið. Það varð dýrt spaug, sem enn er hengingaról. Geir varð okkur dýr. Segist samt vera bjargvættur, því að hann hafi hafnað erlendu bönkunum. Það er skökk lýsing á þætti hans.